Færsluflokkur: Bloggar
Ég var að lesa inná bloggsíðunni hjá Hólmfríði Guðlaugu Einarsdóttur hér á mbl.is, þar sem hún skrifar um einelti sem hún varð fyrir í níu ár í skólanum sem hún var í, hún varð a skipta um skóla til þess að geta haldið áfram að stunda námið sitt og geta átt gott líf. Hvernig stendur á því að það sé svona mikið um einelti í skólum í dag, alveg sama hversu mikið er búið að tala um það innan skólana og upplýsa fólk um það hvað einelti getur leitt af sér fyrir þann sem verður fyrir því. Erum við gjörsamlega sofandi á verðinum, eða er okkur bara alveg sama um þau börn sem verða þolendur eineltis ? Er okkur sama um það að skólagangan hjá þessum börnum sé lögð í rúst, að sálarlífið sé gjörsamlega brotið niður í marga smá mola sem erfitt er að líma saman aftur ?
Hvað er eiginlega í gangi hjá okkur hér í þessu þjóðfélagi ? Sjálf varð ég fyrir einelti sem unglingur í skóla, og það er nokkuð víst að það einelti sem ég varð fyrir hafði mikil áhrif á mína skólagöngu. En það eru komin ein 34 ár síðan. Ótrúlegt hvað það er liðinn langur tími, mér finnst eins og að þetta hafi verið fyrir mesta lagi tíu árum síðan. Það sem vekur furðu mína er að einelti er mjög mikið í gangi enn þá daginn í dag, það virðist ekkert lagast þó svo að það sé verið að taka á þessu eineltismálum alltaf af og til í fjölmiðlum t.d.
Mér finnst hún Hólmfríður sýna mikið hugrekki að blogga um þessa reynslu sína er varðar einelti hér á mbl.is og nefna meira segja skólann á nafn sem hún varð fórnarlamb eineltis. Ég vona að einn daginn, að ég verði tilbúin til þess að segja frá minni sögu er varðar það einelti sem ég varð fyrir og tveir bræður mínir er við gengum í sama skólann úti á landi, sem varð til þess meðal annars að yngri bróðir minn kláraði aldrei sína skólagöngu.
Lifið heil.
Bloggar | 11.1.2009 | 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sífellt fleiri leita aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.12.2008 | 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn fleiri handtökur vegna barnaklámhrings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2008 | 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 10.12.2008 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2008 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga lengi. Ég er komin í skóla og er að vinna 100% vinnu með, vaktavinnu. Það gengur bara vel í skólanum hjá mér, en skólinn heitir Borgarholtsskóli í Grafarvogi. Ég er pínu stressuð yfir náminu þar sem heimaverkefnin koma hvert af öðru núna þessa dagana frá kennurunum og próf eftir 2 vikur. Ég stressa mig aðallega yfir heimaverkefnunum, vegna þess að ég er með fullkomnunaráráttu. Svo tefur tölvan mín mig pínulítið þar sem ég get verið lengi að pikka, laga og breyta.
Það á víst að fara að byggja menntaskóla í Mosfellsbæ og það finnst mér frábært, ég óska Mosfellsbæjarbúum til hamingju með það. Sjálf bý ég í Kollafirði ( syðri ) og veit hvað það kostar að keyra alltaf í bæinn eftir öllu og sækja skóla og jafnvel vinnu, ég stunda mína vinnu í Mosfellsbæ sem mér finnst mjög gott, þá lendi ég ekki í allri umferðinni til Reykjavíkur á morgnana.
Ekki meira í bili. Lifið heil !
Bloggar | 20.2.2008 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.2.2008 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga í langan tíma. Ég er orðin svo upptekin í að vera byrjuð í skóla og vinna 100% vinnu með að ekki hef ég gefið mér tíma í mikið annað en í skóla og vinnu eftir áramótin. Jú, annars gaf ég mér tíma til að fara til tannlæknis í dag og núna þarf ég bara að vega og meta hvernig ég klára það dæmi.Það er ansi dýrt að hafa heilbrigðar og falllegar tennur, ég þarf að láta laga 3 tennur í mér eða fá tennur sem heita Plantakróna. Þá eru þessar 3 tennur skrúfaðar fastar í góminn,þetta mun kosta mig í peningum 550-600 þúsund með allri vinnu.Ég er búin að safna pening inná sparibók í bankanum mínum sem rétt dugar fyrir þessari vinnu hjá tannlækninum,þarf samt að bæta smá við. En mér finnst vera orðið alveg sama hvað það heitir í dag,það er allt orðið svo dýrt hér á Íslandi.Ég finn fyrir miklum mun að versla í matinn í dag, 5000 krónurnar duga skammt og ég sem versla allt í Bónus. Á leiðinni heim frá tannlækninum í dag fór ég á N1 og tók bensín,þar sem það var komið nærri klikkað veður ákvað ég að láta dæla bensíninu fyrir mig á bílinn minn, þá tók ég eftir því að bensínlítrinn er kominn í 140 krónur. Svona get ég haldið áfram að telja...
Ekki veit ég hvar þetta endar allt saman þetta verðlag hér á landinu okkar. Eða nær væri að spyrja sig hvar byrjar það ?
Eigið þið góðar stundir.
Bloggar | 9.2.2008 | 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 31.12.2007 | 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 27.12.2007 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- annaeinars
- arnthorhelgason
- axelthor
- birnamjoll
- birnarebekka
- bjarnihardar
- brylli
- daudansalvara
- egill
- ejk
- erlan
- finni
- gammon
- gudjonbergmann
- gudrunp
- harhar33
- heg
- helgikr
- hildurhelgas
- holmfridurge
- huldumenn
- islandsfengur
- isleifur
- jaj
- jenfo
- joninaottesen
- jonsullenberger
- judas
- kaffi
- kolbrunb
- kristbjorggisla
- kristjanb
- ktomm
- larahanna
- lillo
- lindagisla
- marinomm
- marzibil
- nimbus
- prakkarinn
- rlord
- rosabla
- skari60
- smali
- sumri
- sylviam
- taoistinn
- thorhallurheimisson
- tigercopper
- tolliagustar
- vitinn
- zeriaph
- blossom
- skinogskurir
- westurfari
- gattin
- doggpals
- gudmunduroli
- heimssyn
- jonvalurjensson
- olinathorv
- fullvalda
- sifjan
- sailor
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 19050
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar