Einelti...

Ég var að lesa inná bloggsíðunni hjá Hólmfríði Guðlaugu Einarsdóttur hér á mbl.is, þar sem hún skrifar um einelti sem hún varð fyrir í níu ár í skólanum sem hún var í, hún varð a skipta um skóla til þess að geta haldið áfram að stunda námið sitt og geta átt gott líf.  Hvernig stendur á því að það sé svona mikið um einelti í skólum í dag, alveg sama hversu mikið er búið að tala um það innan skólana og upplýsa fólk um það hvað einelti getur leitt af sér fyrir þann sem verður fyrir því. Erum við gjörsamlega sofandi á verðinum, eða er okkur bara alveg sama um þau börn sem verða þolendur eineltis ?  Er okkur sama um það að skólagangan hjá þessum börnum sé lögð í rúst, að sálarlífið sé gjörsamlega brotið niður í marga smá mola sem erfitt er að líma saman aftur ?

Hvað er eiginlega í gangi hjá okkur hér í þessu þjóðfélagi ?  Sjálf varð ég fyrir einelti sem unglingur í skóla, og það er nokkuð víst að það einelti sem ég varð fyrir hafði mikil áhrif á mína skólagöngu. En það eru komin ein 34 ár síðan. Ótrúlegt hvað það er liðinn langur tími, mér finnst eins og að þetta hafi verið fyrir mesta lagi tíu árum síðan.  Það sem vekur furðu mína er að einelti er mjög mikið í gangi enn þá daginn í dag, það virðist ekkert lagast þó svo að það sé verið að taka á þessu eineltismálum alltaf af og til í fjölmiðlum t.d.

Mér finnst hún Hólmfríður sýna mikið hugrekki að blogga um þessa reynslu sína er varðar einelti hér á mbl.is og nefna meira segja skólann á nafn sem hún varð fórnarlamb eineltis.  Ég vona að einn daginn, að ég verði tilbúin til þess að segja frá minni sögu er varðar það einelti sem ég varð fyrir og tveir bræður mínir er við gengum í sama skólann úti á landi, sem varð til þess meðal annars að yngri bróðir minn kláraði aldrei sína skólagöngu.

Lifið heil.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir

takk fyrir :)

Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband