Lítið jólabarn.

Heart  Ég er mjög hamingjusöm í dag þrátt fyrir mikil blankheit í desember mánuði. Ég eignaðist litla ömmustelpu í morgun sem vó 17 merkur og 53 cm. Dökkhærð lítil hnáta og eru núna ömmustelpurnar mínar orðnar fjórar að tölu. Hinrik og Unnur til hamingju með fjórðu prinsessuna ykkar. Ég fór á Akranes í dag að líta á prinsessuna mína, hún er dökkhærð og meira  segja þá opnaði hún augun til að kíkja á ömmu.  Ég þori varla að nefna það, en svei mér þá, ég held að hún sé ansi lík  ömmu. Wink   Svona til gamans að þá voru báðar ömmur mínar fæddar 10.des 1910, þær voru Halldóra Magnúsdóttir frá Patreksfirði og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir frá Snæfellsnesi. Blessuð sé minning þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

 Orðin amma  velkomin í hópin hmm ég er nú ekki orðin amma en afi er ég orðin og er einmitt núna að þvo stór þvotta vegna þess að afabarnið ákvað að fá ælupest í fanginu á afa í kvöld ufffffffff TIl hamingju með ömmubarnið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.12.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Takk fyrir það Jón minn. Það er yndislegt að vera orðin amma

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:49

3 identicon

Til hamingju.Það er fátt yndislegra en að verða amma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:28

4 identicon

Komdu sæl frænka til hamingju með barnið þetta er góður dagur ég fæddist á þessum degi fyrir 44 árum. Jólakveðja Guðbjörg Elín Hjaltadóttir

Guðbjörg Elín Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband