Hef ekki bloggað lengi...

Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga í langan tíma. Ég er orðin svo upptekin í að vera byrjuð í skóla og vinna 100% vinnu með að ekki hef ég gefið mér tíma í mikið annað en í skóla og vinnu  eftir áramótin. Jú, annars gaf ég mér tíma til að fara til tannlæknis í dag og núna þarf ég bara að vega og meta hvernig ég klára það dæmi.Það er ansi dýrt að hafa heilbrigðar og falllegar tennur, ég þarf að láta laga 3 tennur í mér eða fá tennur sem heita Plantakróna. Þá eru þessar 3 tennur skrúfaðar fastar í góminn,þetta mun kosta mig í peningum 550-600 þúsund með allri vinnu.Ég er búin að safna pening inná sparibók í bankanum mínum sem rétt dugar fyrir þessari vinnu hjá tannlækninum,þarf samt að bæta smá við. En mér finnst vera orðið alveg sama hvað það heitir í dag,það er allt orðið svo dýrt hér á Íslandi.Ég finn fyrir miklum mun að versla í matinn í dag, 5000 krónurnar duga skammt og ég sem versla allt í Bónus. Á leiðinni heim frá tannlækninum í dag fór ég á N1 og tók bensín,þar sem það var komið nærri klikkað veður ákvað ég að láta dæla bensíninu fyrir mig á bílinn minn, þá tók ég eftir því að bensínlítrinn er kominn í 140 krónur. Svona get ég haldið áfram að telja...

Ekki veit ég hvar þetta endar allt saman þetta verðlag hér á landinu okkar. Eða nær væri að spyrja sig hvar byrjar það ?

Eigið þið góðar stundir.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Scheving Ásbjörnsson

Það sem fólk getur röflað ! 

Gylfi Scheving Ásbjörnsson, 9.2.2008 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband