Gleðileg jól...

 Dagurinn í dag Þorláksmessan er búin að vera yndisleg,þó svo að ég hafi misst af Skötunni. Það verður bara að hafa það.ég reyni að næla mér í Skötubita á milli jóla og nýárs.Ég nefnilega elska Skötu og mikið af kartöflum með og flot útá sem kemur af vestan, iiimmmm nammi namm.

Meigið þið öll eiga gleðileg jól.Smile


Hraðahindranir á fleiri götur,takk.

Það er sorglegt að það þurfi að verða svona hörmuleg slys eins og varð í Keflavík, þannig að bæjaryfirvöld á hverjum stað fyrir sig ( bæ ) taki við sér. Ég er búin að ganga með kvíðahnút í maganum varðandi Skagabrautina á Akranesi, en við Skagabraut bjuggu 3 litlar stelpur sem eru barnabörnin mín. Í dag búa þær í gömlu góðu sveitinni minni, Borgarfirðinum. Smile

Nema íbúðarhúsin á Skagabrautinni liggja alveg við götuna ,þar að segja þeim megin á götunni sem þær bjuggu er engin garður fyrir framan húsin. Ég var búin að hafa miklar áhyggjur af því EF þær hlypu nú beint út á götuna án þess að spá í umferðina á Skagabrautinni,en á þessari götu er engin HRAÐAHINDRUN, og bílarnir aka ansi oft yfir hámarkshraða á Skagabrautinni og þarna er oft mikil umferð. Vonandi verður breyting þar á eins og annars staðar á götum í þéttbýli þar sem engar hraðahindranir eru.

 


mbl.is Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkað veður...

Las það áðan á mbl.is að það væri allt að fjúka fjandans til hér á suðvestur horninu. Ég bý við Esjuræturnar og í suðaustan átt verð ég ekki mikið vör við vont veður í þessari átt. Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur um að allt sé að fjúka fjandans til fyrir utan húsið mitt.Ég heyrði í dóttir minni sem býr í Lindunum í Kópavogi og hún hélt hreinlega að blokkin sem hún býr í væri að hrynja vegna veðurofsans. Eins var það hjá syni mínum og tengdadóttur, en þau búa í Borgarfirðinum og þar er gjörsamlega klikkað veður. Heyrði fréttir í útvarpinu núna á miðnætti og það er búið að loka þjóðvegi 1. undir Hafnarfjalli vegna ofsaveðurs,ég man bara ekki að hafa heyrt það áður allavega ekki síðustu 10.ár eða meira. Ég ætla að njóta þess að horfa á jólaljósin hér á heimilinu sem ég er búin að setja upp og hlusta á jólalögin í útvarpinu á meðan ég pikka þessi fáu orð hér á bloggið mitt. Vona bara að það verði ekki mikið tjón hjá fólki í nótt, eða ekki meira en orðið er miða við þær fréttir sem voru núna um miðnættið í útvarpinu. Er að reyna að ná úr mér kvefpest og hálsbólgu,ég sem hélt að ég slippi við þessar umgangspestir.

10.desember 2007.

Báðar ömmur mínar voru fæddar 10.desember 1910. Halldóra Magnúsdóttir ( Dóra Magg ) frá Tálknafirði og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir af Snæfellsnesi. Blessuð sé minning þeirra. Ég hef alla tíð verið stolt af því að vera vestfirðingur í móðurættina og vestlendingur í föðurættina.Tel það vera mjög góða blöndu. Smile

Ég ólst upp við það að borða fisk, það var fiskur í matinn 5. daga vikunnar á mínu heimili. Skatan var oft höfð 1x í viku, og hlakka ég mjög mikið til að fá mér vel kæsta skötu núna í desember.Ég get ekki skilið fólk sem kvíðir því að finna '' angann '' ilminn  af skötulykt í stigagöngunum hjá sér í fjölbýlishúsunum í desember. Það eru ansi margir sem þola ekki þessa '' ógeðslegu fýlu ''. Hvað fengu þeir að borða í æsku, þeir sem þola alls ekki skötulykt og eða borða ekki fisk ? Wink

Já, jólin eru svo sannalega að koma og hlakka ég til !


Jólagestir með Björgvini Halldórssyni.

Ég fór með dóttur minni á Jólatónleika með Björgvini Halldórssyni í Laugardagshöllinni í dag ,dóttir mín bauð mér. Smile  Þetta voru frábærir tónleikar og þarna komu fram helstu og bestu tónlistarmenn Íslands. Björgvin Halldórsson á hrós skilið fyrir þessa flottu og æðislegu tónleika, þvílíkt flott hjá þeim sem þarna komu fram.Ég vona bara að Björgvin Halldórsson endurtaki þetta að ári liðnu. Ég og dóttir mín vorum sammála um það að maður ætti að fara á svona jólatónleika á ári hverju fyrir jólahátíðina.Við skemmtum okkur mjög vel þarna í Laugardagshöllinni í dag. Gleðileg jól Bjöggi og takk fyrir okkur.

Lesblindan ????

Mig langar að þakka Guðnýu Ólöfu Helgadóttur fyrir það að þora að koma fram í blaðinu 24 Stundir og segja frá sinni lesblindu og afleiðingum hennar.Það þarf mikið hugrekki til þess. Sonur minn sem er fæddur 1988, flosnaði upp úr námi eftir sína 1.önn í menntaskóla ,vegna þess að hann er með lesblindu. Það var alveg sama hvernig ég reyndi að tala við kennarann hans eða skólastjórann,ég fékk engan skilning varðandi stuðning fyrir hann í náminu,núna væri sonur minn kominn í menntaskóla og hann ætti ekki rétt á neinum stuðningi, þar sem ekki væri boðið upp á slíkt í menntaskóla. Það er ekki góð tilfinning að vera lesblindur og fá ekki neina hjálp né skilning.Og það er mjög erfitt að hlusta á unglinginn sinn ( barnið sitt ) segja, mamma ég er bara svona heimskur,mér er ekki ætlað það í lífinu að verða neitt sérstakt varðandi menntun. Það er löngu kominn tími á það að gera eitthvað róttækt fyrir það fólk sem eru að kljást við LESBLINDU og vill virkilega ganga menntaveginn,að það geti menntað sig eins og allir aðrir sem ekki hafa lesblindu.Ég skora á menntamálaráðherra að gera lesblindum það kleift að geta gengið menntaveginn.

 

 


mbl.is Hrökklast úr námi vegna lesblindu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það lúxus að hafa heilbrigðar tennur ?

Það er löngu orðið tímabært að tannlæknar birti verðskrá sína fyrir almenning.Mér finnst það ótrúlegt hvað það þarf að vera dýrt að fara til tannlæknis.Það mætti halda að það flokkaðist undir lúxus að hafa heilar og góðar tennur,ég get ekki farið til tannlæknis eingöngu vegna þess að það kostar svo mikið.Ég lét meta hjá mér hjá tannlækni, hvað það kostaði að fá brú sem eru 2 tennur í jaxl.Þetta var fyrir 2 árum , og þá átti það að kosta um 500 þúsund krónur. Ég er ekki enn farin til að fá þessa brú þar sem ég hef ekki efni á því. Og nú er svo komið að ég þarf að láta gera við 2 aðrar tennur, fá krónur yfir þær.Launin mín eru ekki það há að ég hafi efni á þessum '' lúxus ''. Það er eitthvað mikið að með þetta verðlag hjá tannlæknum.
mbl.is Álitamál hvort hlutverk TR sé að birta verð hjá tannlæknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur 22.okt.2007

Góðan daginn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég blogga, samt er ég fyrir löngu síðan búin að setja upp þessa bloggsíðu. Hef bara hreinlega ekki haft mig í það að byrja.

En í dag er yndislegt veður,eins og vorið sé komið aftur.Ég er í fríi í dag og vona að ég nýti daginn vel til ýmislegra verkefna sem hafa setið á hakanum hjá mér.Eins og t.d. að fara í ræktina. Eins á að skella sér í verslunina Elko og kaupa 1.stk. þvottavél LG. sem gufuþvær þvottinn. Þvílíkur munaður í dag,ekkert að strauja skyrtur oftar.Mikið vildi ég að öll þessi tækni sem til er í dag hefði verið komin þegar móðir mín var með okkur, börnin sín 8 að tölu.

Jæja,þetta er nú bara svona prufa hjá mér hér á blogginu. Sjá svona hvernig mér tekst til.

Kveðja,Gelin.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband