Dagurinn í dag Þorláksmessan er búin að vera yndisleg,þó svo að ég hafi misst af Skötunni. Það verður bara að hafa það.ég reyni að næla mér í Skötubita á milli jóla og nýárs.Ég nefnilega elska Skötu og mikið af kartöflum með og flot útá sem kemur af vestan, iiimmmm nammi namm.
Meigið þið öll eiga gleðileg jól.
Bloggar | 24.12.2007 | 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sorglegt að það þurfi að verða svona hörmuleg slys eins og varð í Keflavík, þannig að bæjaryfirvöld á hverjum stað fyrir sig ( bæ ) taki við sér. Ég er búin að ganga með kvíðahnút í maganum varðandi Skagabrautina á Akranesi, en við Skagabraut bjuggu 3 litlar stelpur sem eru barnabörnin mín. Í dag búa þær í gömlu góðu sveitinni minni, Borgarfirðinum.
Nema íbúðarhúsin á Skagabrautinni liggja alveg við götuna ,þar að segja þeim megin á götunni sem þær bjuggu er engin garður fyrir framan húsin. Ég var búin að hafa miklar áhyggjur af því EF þær hlypu nú beint út á götuna án þess að spá í umferðina á Skagabrautinni,en á þessari götu er engin HRAÐAHINDRUN, og bílarnir aka ansi oft yfir hámarkshraða á Skagabrautinni og þarna er oft mikil umferð. Vonandi verður breyting þar á eins og annars staðar á götum í þéttbýli þar sem engar hraðahindranir eru.
Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.12.2007 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 11.12.2007 | 01:02 (breytt kl. 01:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Báðar ömmur mínar voru fæddar 10.desember 1910. Halldóra Magnúsdóttir ( Dóra Magg ) frá Tálknafirði og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir af Snæfellsnesi. Blessuð sé minning þeirra. Ég hef alla tíð verið stolt af því að vera vestfirðingur í móðurættina og vestlendingur í föðurættina.Tel það vera mjög góða blöndu.
Ég ólst upp við það að borða fisk, það var fiskur í matinn 5. daga vikunnar á mínu heimili. Skatan var oft höfð 1x í viku, og hlakka ég mjög mikið til að fá mér vel kæsta skötu núna í desember.Ég get ekki skilið fólk sem kvíðir því að finna '' angann '' ilminn af skötulykt í stigagöngunum hjá sér í fjölbýlishúsunum í desember. Það eru ansi margir sem þola ekki þessa '' ógeðslegu fýlu ''. Hvað fengu þeir að borða í æsku, þeir sem þola alls ekki skötulykt og eða borða ekki fisk ?
Já, jólin eru svo sannalega að koma og hlakka ég til !
Bloggar | 10.12.2007 | 02:41 (breytt kl. 02:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 8.12.2007 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig langar að þakka Guðnýu Ólöfu Helgadóttur fyrir það að þora að koma fram í blaðinu 24 Stundir og segja frá sinni lesblindu og afleiðingum hennar.Það þarf mikið hugrekki til þess. Sonur minn sem er fæddur 1988, flosnaði upp úr námi eftir sína 1.önn í menntaskóla ,vegna þess að hann er með lesblindu. Það var alveg sama hvernig ég reyndi að tala við kennarann hans eða skólastjórann,ég fékk engan skilning varðandi stuðning fyrir hann í náminu,núna væri sonur minn kominn í menntaskóla og hann ætti ekki rétt á neinum stuðningi, þar sem ekki væri boðið upp á slíkt í menntaskóla. Það er ekki góð tilfinning að vera lesblindur og fá ekki neina hjálp né skilning.Og það er mjög erfitt að hlusta á unglinginn sinn ( barnið sitt ) segja, mamma ég er bara svona heimskur,mér er ekki ætlað það í lífinu að verða neitt sérstakt varðandi menntun. Það er löngu kominn tími á það að gera eitthvað róttækt fyrir það fólk sem eru að kljást við LESBLINDU og vill virkilega ganga menntaveginn,að það geti menntað sig eins og allir aðrir sem ekki hafa lesblindu.Ég skora á menntamálaráðherra að gera lesblindum það kleift að geta gengið menntaveginn.
Hrökklast úr námi vegna lesblindu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.11.2007 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Álitamál hvort hlutverk TR sé að birta verð hjá tannlæknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2007 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég blogga, samt er ég fyrir löngu síðan búin að setja upp þessa bloggsíðu. Hef bara hreinlega ekki haft mig í það að byrja.
En í dag er yndislegt veður,eins og vorið sé komið aftur.Ég er í fríi í dag og vona að ég nýti daginn vel til ýmislegra verkefna sem hafa setið á hakanum hjá mér.Eins og t.d. að fara í ræktina. Eins á að skella sér í verslunina Elko og kaupa 1.stk. þvottavél LG. sem gufuþvær þvottinn. Þvílíkur munaður í dag,ekkert að strauja skyrtur oftar.Mikið vildi ég að öll þessi tækni sem til er í dag hefði verið komin þegar móðir mín var með okkur, börnin sín 8 að tölu.
Jæja,þetta er nú bara svona prufa hjá mér hér á blogginu. Sjá svona hvernig mér tekst til.
Kveðja,Gelin.
Bloggar | 22.10.2007 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annaeinars
- arnthorhelgason
- axelthor
- birnamjoll
- birnarebekka
- bjarnihardar
- brylli
- daudansalvara
- egill
- ejk
- erlan
- finni
- gammon
- gudjonbergmann
- gudrunp
- harhar33
- heg
- helgikr
- hildurhelgas
- holmfridurge
- huldumenn
- islandsfengur
- isleifur
- jaj
- jenfo
- joninaottesen
- jonsullenberger
- judas
- kaffi
- kolbrunb
- kristbjorggisla
- kristjanb
- ktomm
- larahanna
- lillo
- lindagisla
- marinomm
- marzibil
- nimbus
- prakkarinn
- rlord
- rosabla
- skari60
- smali
- sumri
- sylviam
- taoistinn
- thorhallurheimisson
- tigercopper
- tolliagustar
- vitinn
- zeriaph
- blossom
- skinogskurir
- westurfari
- gattin
- doggpals
- gudmunduroli
- heimssyn
- jonvalurjensson
- olinathorv
- fullvalda
- sifjan
- sailor
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar