Hraðahindranir á fleiri götur,takk.

Það er sorglegt að það þurfi að verða svona hörmuleg slys eins og varð í Keflavík, þannig að bæjaryfirvöld á hverjum stað fyrir sig ( bæ ) taki við sér. Ég er búin að ganga með kvíðahnút í maganum varðandi Skagabrautina á Akranesi, en við Skagabraut bjuggu 3 litlar stelpur sem eru barnabörnin mín. Í dag búa þær í gömlu góðu sveitinni minni, Borgarfirðinum. Smile

Nema íbúðarhúsin á Skagabrautinni liggja alveg við götuna ,þar að segja þeim megin á götunni sem þær bjuggu er engin garður fyrir framan húsin. Ég var búin að hafa miklar áhyggjur af því EF þær hlypu nú beint út á götuna án þess að spá í umferðina á Skagabrautinni,en á þessari götu er engin HRAÐAHINDRUN, og bílarnir aka ansi oft yfir hámarkshraða á Skagabrautinni og þarna er oft mikil umferð. Vonandi verður breyting þar á eins og annars staðar á götum í þéttbýli þar sem engar hraðahindranir eru.

 


mbl.is Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Við sem eigum kúta og prinsessur erum alltaf á nálum yfir þessu og finnst mér að þar sem götur með 30 km hámarkshraða eru EIGA bara að vera hraðahindranir.............

Ef til vill er þetta víða erfitt þar sem hús standa við miklar umferðagötur en þar gætu girðingar leyst vandann.

Júdas, 16.12.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband