'' Rándýr áramótasteik ''

Ég fór í dag og verslaði í matinn fyrir gamlárskvöld eins og flestir gera. En ég verð að segja að þetta verður ansi dýr áramótasteik hjá mér þessi áramótin.  Það var ansi slæmt veðrið í dag 30.des  og ég fór og verslaði í Bónus á Smáratorgi í Kópavogi. Á leiðinni út úr Bónus og að bílnum mínum fuku af mér gleraugun mín Cool ,svo hvasst var þarna að ég var sjálf næstum fokin um koll eða út í buskann. Þetta voru gleraugu sem kostuðu 70-80 þús. fyrir ári síðan og er þeirra sárt saknað. Spurning hvort heimilistryggingin bæti þetta tjón. Annars er þetta ár sem er senn að líða búið að vera ágætt hjá mér og mínum og ég hlakka til að takast á við nýtt ár 2008. Ég sest á skólabekk eftir áramótin og er ég orðin frekar spennt fyrir því og hlakka bara til.Smile  Vona að þið kæru bloggvinir eigið góð og slysalaus áramót. Ég þakka ykkur árið sem er að líða og óska ykkur farsældar á nýju ári 2008.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott að missa gleraugun út í veður og vind.

Ferð út að versla í matinn er nógu dýr þó ekki komi svona upp.

Ef þú getur séð til þess gleraugnalaus, finnst mér að þú ættir að líta við á Cool Iceland.

Þar er verið að lista upp séreinkennum þess að vera ofuríslenskur.

Láttu lykklaborðið kenna á því ef þú hefur fleiri í huga.

Cool Iceland (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 02:40

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Nei það er ekki gott að missa gleraugun sín útí veður og vind, engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur  Ég dreif mig bara í næstu búð og keypti mér lesgleraugu en þau laga ekki sjónskekkjuna,þannig að ... ný gleraugu á nýju ári.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gleðilegt ár, vona að tryggingarnar bæti þér gleraugun þín, en njóttu steikarinnar.

Kristín Snorradóttir, 31.12.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Halla Rut

Mæli með lazer. Nýtt líf og hverrar krónu virði....

Vona að þú fáir þetta bætt..... 

Halla Rut , 3.1.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband