Of mikil eyðsla endar illa

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki að segja okkur neitt nýtt, síður en svo. Það er fullt til af fólki sem kann að fara með peninga, þetta sama fólk er búið að tapa öllu sínu, þar er ég á meðal.  Hvað er með þá fjárglæframenn sem tóku stór lán aftur og aftur og þjóðin var í ábyrgð fyrir ?  Á að bíða fram yfir kosningar, og þá geta þessir fjárglæframenn, ef stóru flokkarnir verða við stjórn þá, komið og keypt allt það upp sem verður komið á brunaútsöluna hjá okkur hér á landi, bankarnir o.fl. ?  Þessir menn sem settu landið á hausinn eru nefnilega með peningana tilbúna við þröskuldinn, þeir bíða eftir því að komast í feita bitann hér heima. Er það þetta sem við viljum sjá gerast eftir kosningarnar ?  Viljum við sjá Hollywood Ísland aftur, sem verður þannig eftir t.d. bara fimm ár ef þeir sem settu okkur á hausinn fá að ganga lausir og verða ekki látnir svara til saka og settir á bak við lás og slá.

Hvað er að þessari ríkisstjórn sem er við völd núna ? Hvað eru þau að hugsa Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir ?  Af hverju er ekkert gert í þessu hruni  á landinu okkar ?  Því ganga fjárglæframennirnir enn lausir ? 

Viðskiptaráðherra segir að við þurfum að fá erlent fjámagn inn í landið. Hvaðan á það fjármagn að koma, frá þessum fjárglæframönnum ? Á að plata okkur aftur ?

NEI !  Það má ekki gerast að stóru flokkarnir verði kosnir til valda aftur, við íslendingar erum búin að þurfa að þola nóg.´

X við L - listann -  kjósum lýðræði - kjósum lausnir.


mbl.is Of mikil eyðsla endar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðbjörg mín.

Ég er alveg sammála því að of mikil eyðsla endar illar. En erum það við mörg hver, fólkið í landinu sem eigum sökina á þessu hruni hérna á Íslandi í dag? Í mínum huga er svarið NEI. Við eigum ekki sök á því. En það mætti kannski huga meira að toppunum. Það finnst mér.

Gangi þér rosalega vel vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Valgeir minn. Já ég er sammála þér, það þarf nefnilega að kíkja á toppana á ísjökunum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband