Dagarnir fljúga áfram...

Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga lengi. Ég er komin í skóla og er að vinna 100% vinnu með, vaktavinnu. Það gengur bara vel í skólanum hjá mér, en skólinn heitir Borgarholtsskóli í Grafarvogi. Ég er pínu stressuð yfir náminu þar sem heimaverkefnin koma hvert af öðru núna þessa dagana frá kennurunum og próf eftir 2 vikur. Ég stressa mig aðallega yfir heimaverkefnunum, vegna þess að ég er með fullkomnunaráráttu. Svo tefur tölvan mín mig pínulítið þar sem ég get verið lengi að pikka, laga og breyta. LoL

Það á víst að fara að byggja menntaskóla í Mosfellsbæ og það finnst mér frábært, ég óska Mosfellsbæjarbúum til hamingju með það. Sjálf bý ég í Kollafirði ( syðri ) og veit hvað það kostar að keyra alltaf í bæinn eftir öllu og sækja skóla og jafnvel vinnu,  ég stunda mína vinnu í Mosfellsbæ sem mér finnst mjög gott, þá lendi ég ekki í allri umferðinni til Reykjavíkur á morgnana.

Ekki meira í bili. Lifið heil ! Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Tek undir með þér, ég er mjög glöð að fá framhaldsskóla í Mosfellsbæ

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gangi þér allt í haginn með skólann

Steinn Hafliðason, 26.2.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Rakk fyrir það Kristín og Steinn.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband