Klikkað veður...

Las það áðan á mbl.is að það væri allt að fjúka fjandans til hér á suðvestur horninu. Ég bý við Esjuræturnar og í suðaustan átt verð ég ekki mikið vör við vont veður í þessari átt. Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur um að allt sé að fjúka fjandans til fyrir utan húsið mitt.Ég heyrði í dóttir minni sem býr í Lindunum í Kópavogi og hún hélt hreinlega að blokkin sem hún býr í væri að hrynja vegna veðurofsans. Eins var það hjá syni mínum og tengdadóttur, en þau búa í Borgarfirðinum og þar er gjörsamlega klikkað veður. Heyrði fréttir í útvarpinu núna á miðnætti og það er búið að loka þjóðvegi 1. undir Hafnarfjalli vegna ofsaveðurs,ég man bara ekki að hafa heyrt það áður allavega ekki síðustu 10.ár eða meira. Ég ætla að njóta þess að horfa á jólaljósin hér á heimilinu sem ég er búin að setja upp og hlusta á jólalögin í útvarpinu á meðan ég pikka þessi fáu orð hér á bloggið mitt. Vona bara að það verði ekki mikið tjón hjá fólki í nótt, eða ekki meira en orðið er miða við þær fréttir sem voru núna um miðnættið í útvarpinu. Er að reyna að ná úr mér kvefpest og hálsbólgu,ég sem hélt að ég slippi við þessar umgangspestir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband