Bannað að reykja á almannafæri

Ég get ekki orða bundist yfir fáánleikanum og þeirri hugmynd hjá þessum þingmönnum að fara að selja tóbak í apótekum. Hvað eru þessir þingmenn að hugsa, á ekki líka að banna fólki að drekka áfengi á almannafæri ? Halda þessir þingmenn virkilega að svona eigi að fara að því að sporna við tóbaksnotkun hjá þeim landsmönnum sem nota tóbak ? Þetta er komið út í öfgar algjörlega. Ég held að þessir þingmenn sem leggja þetta til ættu að spá í læknadómið og eiturlyfin sem flæða hér um allt í landinu. Nei, þá er ráðist á tóbakið. Hvað verður það næst hjá þingmönnunum ? Ég er alls ekki að mæla með tóbakinu, en þetta er komið út fyrir allt, þessi tillaga þeirra.
mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Meðferð áfengis er bönnuð á almannafæri!  Það eru hinsvegar undantekningar á þeim stöðum þar sem vínveitingarleyfi er fyrirhendi.

Bara svona svo þú vitir það.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 16:07

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já það er rétt að áfengi er bannað á almannafæri. Hefur þér fundist það vera þannig um helgar niður í miðbæ um helgar ? Hvernig væri að taka á því !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 30.5.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Guðbjörg ég reyki heldur ekki en þetta er fáránlegt að detta annað eins kjaftæði í hug því að hvað verður næst þegar þetta lið heldur svona áfram?

Sigurður Haraldsson, 31.5.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband