10.desember 2007.

Báðar ömmur mínar voru fæddar 10.desember 1910. Halldóra Magnúsdóttir ( Dóra Magg ) frá Tálknafirði og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir af Snæfellsnesi. Blessuð sé minning þeirra. Ég hef alla tíð verið stolt af því að vera vestfirðingur í móðurættina og vestlendingur í föðurættina.Tel það vera mjög góða blöndu. Smile

Ég ólst upp við það að borða fisk, það var fiskur í matinn 5. daga vikunnar á mínu heimili. Skatan var oft höfð 1x í viku, og hlakka ég mjög mikið til að fá mér vel kæsta skötu núna í desember.Ég get ekki skilið fólk sem kvíðir því að finna '' angann '' ilminn  af skötulykt í stigagöngunum hjá sér í fjölbýlishúsunum í desember. Það eru ansi margir sem þola ekki þessa '' ógeðslegu fýlu ''. Hvað fengu þeir að borða í æsku, þeir sem þola alls ekki skötulykt og eða borða ekki fisk ? Wink

Já, jólin eru svo sannalega að koma og hlakka ég til !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband