Veikindi Geirs H Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

Er ekki í lagi með þá mótmælendur sem svona tala. Hvar er þroskinn hjá þeim, eða er þetta fólk á einhverju, sem lætur svona lagað út sér um veikt fólk ? Krabbamein er ekkert grín að eiga við og getur auðveldlega dregið mann til dauða. Og það að tala með þessum hroka og viðbjóði, ætla ég að leyfa mér að segja, við erlent fréttafólk sem er statt hér á landi til þess að fylgjast með öllu því sem er að gerast hér á landi varðandi kreppuna og bankahrunið, ég á bara ekki til orð.Hvað er að ? Ég skammast mín fyrir þá Íslendinga sem svona tala. Við skulum athuga það að stjórnmálamenn eiga fjölskyldur, stjórnmálamenn eru ekki dauðir hlutir sem hægt er að henda skít í eða einhverju öðru enn þá verra. Það er sjálfsagður hlutur að mótmæla, en þegar mótmælin eru komin út fyrir öll velsæmismörk og siðleysi, eru það ekki lengur mótmæli, heldur ofbeldi og einelti. Skammist ykkar, þið sem talið svona um veikt fólk, já ég sagði veikt fólk, en ekki veikar skepnur.  Það vill nú þannig til að stjórnmálamenn eru fólk, en ekki skepnur.
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já maður trúir varla að fólk geti látið svona lagað út úr sér. Hrikalegt.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ummæli þeirri eru og verða þeim til ævarandi skammar - hér set ég inn hluta

af ógeðslegasta viðtali sem ég hef heyrt. 

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Radda fólksins við tíðindum af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og tillögum um kosningar 9. maí. Hörður segir að ekki verði slegið af í mótmælunum þrátt fyrir tillöguna. Þetta sé þó hænuskref í rétta átt.

„Ef nokkuð þá eflumst við í baráttunni,“ sagði Hörður jafnframt. Hann neitaði því að kröfum Radda fólksins hefði verið mætt. „Þetta eru bara pólitískar reykbombur, þetta er hænuskref í áttina en maður sér í gegnum svona leiki.“

Þetta eru orð leiðtoga friðsamra mótmælenda -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 07:55

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

 Maður sem talar svona Ólafur, er veikur...  Hörður Torfa er veikur, en bara á allt annan hátt en að greinast með krabbamein.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Skrítið að fullorðið og "velgefið" fólk skuli ekki greint í sundur persónuna og stjórnmálamanninn!!!

Þó fólk greini á í pólitík þá eru þetta oft ágætis vinir og félagar sem standa saman ef eitthvað kemur uppá...sbr. hjá Geir H. Haarde...sem betur!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband