Fólkið sem er í vinnu hjá okkur...

Það eru fleiri, fleiri fjölskyldur sem berjast fyrir því að halda lífi hér í þessu landi okkar. Barnafjölskyldur, öryrkjar, eldri borgarar o.fl.  Það heyrist afskaplega lítið frá Alþingi hvað á að gera til að aðstoða þá sem eru að missa fasteignir sínar, húsnæðislánin eru að yfirbuga marga svo ég tali nú ekki um bílalánin sem gjörsamlega eru að setja marga í þrot. Fólk lifir á yfirdrætti til að draga fram lífið, fólk er orðið atvinnulaust, sumir fá ekki einu sinni atvinnuleysisbætur. Það stendur til að fara að veiða hval, byggja upp atvinnu fyrir fólk sem hefur enga vinnu, fyrir fólk sem hefur jafnvel yfirdrátt frá banka sem  er það eina sem reddar þessu fólki til að eiga fyrir mat og jafnvel þetta sama fólk er búið að stóla á það að fá atvinnu í vor þegar verður að fara að veiða hval, ef það verður, á Akranesi og í Hvalfirðinum.  En hvað gerist þá ? Jú, VG eru æfir og ætla að stoppa allar hvalveiðar AF. Það er búið að byggja upp bæði á Akranesi og í Hvalfirðinum varðandi það að fara að veiða hval, iðnaðarmenn búnir að vera í allan vetur að vinna á fullu við þessar framkvæmdir, laga og breyta til að það verði allt klárt fyrir hvalveiðarnar. Þá koma VG og segja NEI.  EKKI HVAL TAKK, kæru landsmenn ! 

Hvað er að hjá VG ?  Ég hélt að nýja ríkisstjórnin ætlaði að bjarga því sem hægt væri að bjarga fyrir horn á áttatíu dögum.  Svei mér þá, ég held að það hefði verið betra að senda þá umhverfis jörðina á áttatíu dögum, þeir hefðu getað komið til baka þegar búið væri að taka til hér á landi og komið almennilegt fólk við stjórn,þá yrði búið að fá nýtt fólk við stjórn, sem þyrstir ekki í völd, eins og þessir flokkar hér í landinu, sem sækjast eingöngu eftir valdi, eins og hefur sýnt sig og heldur áfram að sýna sig, hjá nýju stjórninni.

Ég sendi tölvupóst á ellefu þingmenn og bað þá um að svara mér skýrt með það. Hvað ætti að gera til að hjálpa þeim sem væru á barmi gjaldþrots hér útí þjóðfélaginu, barnafjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat handa börnunum sínum ???    Af þessum ellefu þingmönnum svaraði mér bara einn þingmaður, hugsið ykkur EINN ÞINGMAÐUR. Og hann sagði mér að það væru þúsundir manna hér í þjóðfélaginu sem svona væri statt fyrir, hann hafði í rauninni ekkert annað svar nema jú að bankarnir í dag stæðu mjög höllum fæti, sem sé nýju bankarnir. En það var vitað að svo yrði með bankana. 

Ég er ekki sú sem gefst svo auðveldlega upp, en það get ég svarið fyrir að ég er búin að missa alla trú á þetta fólk sem er á Alþingi í dag.

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það eitthvað nýtt að þessir alþingismenn reyni að vinna fyrir fólkið? Það eina sem þeir hugsa um er rassgatið á sjálfum sér, hvorki einfalt né flókið við það. Ekki halda að VG geri eitthvað fyri fólkið á meðan þeir eru við völd. VG hefur verið á móti allri atvinnu uppbyggingu á s.l. árum og verður það áfram, þess vegna skil ég ekki þessi 30% sem þeir eru að fá í skoðanakönnunum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

95 milljónir fengust fyrir 3 langreiðar.. eftir 2 ára samningaþóf við japani .. kostnaðurinn við flutninginn einan var 112 milljónir.. frábær rekstur eða hvað ?

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband