Enga vinnu að fá ... ?

Ég hef verið að velta því fyrir mér varðandi þá vinnu sem átti að bjóða námsmönnum að sækja um. Átta - níuhundruð auglýst störf í blöðunum, þessi störf virðast eingöngu vera fyrir háskólanemendur. Sonur minn 22 ja ára og er enn í framhaldskóla fær ekki vinnu í sumar, hann er búinn að senda inn umsóknir til tuga fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu með ferilskrá hans, en engin svör.

Frétti af dóttur starfsfélaga míns, stúlkan er á 18 ári og er búin að vinna hjá Krónunni með skólanum frá því hún var 15 ára, en í sumar fær hún ekki vinnu hjá Krónunni, þó er hún búin að vinna hjá Krónunni flestar helgar í vetur með skólanum.

Það heyrist ekkert um það hvort ástandið sé orðið svo slæmt á vinnumarkaðnum, að unglingarnir okkar sem eru full vinnufærir fái ekki vinnu í sumar. Á þetta fólk að mæla göturnar í sumar, þar sem það er ekki komið í háskóla ? 

Hvaða vanda er verið að skapa í þessu þjóðfélagi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki gott Guðbjörg mín. Ekki gott að hafa ekki vinnu. Ég þekki það mjög vel. Eigðu góðan dag Guðbjörg mín og gangi þér sem best í dag og um helgina.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband